Gleðileg jól

Þá eru jólin loksins komin, mikið sem hann Ægir er búin að bíða eftir þeim. Það er svo yndislegt að fá að upplifa þau með honum og upplifa gleði barnsins sem nýtur jólanna svo innilega.  Jólin verða víst aðeins öðruvísi fyrir okkur öll þetta árið en ég vona að þið njótið þeirra eins vel og hægt er að gera í þessum sérkennilegu aðstæðum. Maður verður víst að sætta sig við ýmislegt þessi jólin og getur ekki hitt alla vini og ástvini en þá er bara að hugsa að það koma jól eftir þessi jól og reyna að gera það besta úr málunum.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Megi jólin færa ykkur gleði og frið.

 

 

Er jólanna söngvar byrja að hljóma

Börnin þá kætast og bjöllurnar óma

Hamingju okkur í hjartað færir

Hugann gleður og sálina nærir

 

Ástvinir samverustunda njóta

reglur um covid samt ekki brjóta

Frá veikindum viljum við fá nú frið

Hlýðum því Víði að góðum sið

 

Á jólunum þakklæti og gleði finn

Friður og kærleikur ríkir um sinn

Bið þess að stjarnan sem skærast skín

Sendi birtu og yl til þín

 

Hulda Björk ´20


Bloggfærslur 24. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband