Margt sem ég get žakkaš fyrir

Žegar viš Ęgir fórum ķ tökur į myndinni, Einstakt feršalag,um daginn var ég minnt į hvaš žaš er margt sem ég get veriš žakklįt fyrir žrįtt fyrir allt. Ég lęrši mešal annars aš žó aš Ęgir berjist vissulega viš hręšilegan sjśkdóm žį eru alveg til krakkar sem hafa žaš jafnvel verra. Ęgir er heppinn aš žvķ leyti aš hann hefur veriš nokkuš hraustur frį fęšingu žrįtt fyrir sinn sjśkdóm og viš fengum 4 yndisleg įr žar sem viš vissum ekkert um Duchenne og nutum lķfsins įhyggjulaus en fyrir žaš verš ég ęvinlega žakklįt.

Ķ feršalaginu okkar kynntumst viš mešal annars ungum dreng sem fékk heilablęšingu ķ móšurkviši og hlaut af žvķ margvķslegan skaša sem gerir honum lķfiš afar erfitt og hann hefur žurft aš lifa viš miklar įskoranir frį fęšingu. Hann er blindur, getur ekki hreyft sig né tjįš nema meš hljóšum, fęr alvarleg krampaköst og žarf stöšuga ummönnun. Žaš er oft svo grimmdarlegt og ósanngjarnt sem sumir žurfa aš kljįst viš ķ lķfinu og manni finnst žaš einstaklega sįrt žegar börn eiga ķ hlut. 

Ég fór aš hugsa um žaš sem Ęgir getur žó gert ennžį og žaš er bara ansi margt. Hann getur til dęmis fašmaš mig og žaš eitt og sér er ansi dżrmętt og ekki sjįlfgefiš. Hann getur dansaš og gert nįnast allt nema hann getur ekki hlaupiš eins hratt og jafnaldrar hans né veriš ķ fótbolta allan daginn eša veriš ķ leikjum sem reyna mikiš į lķkamlega. Žaš eru vissulega margar įskoranir sem Ęgir bżr viš sem hafa įhrif į lķf hans dags daglega og žaš er żmislegt sem hann getur ekki gert en žaš er lķka margt sem hann getur ennžį gert og žaš er eitthvaš til aš žakka fyrir og ég hef margt sem ég get žakkaš fyrir.

Įst og kęrleikur til ykkar

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband